Kolefnisbinding og endurheimt votlendis

Félagsvísindatorg með Brynhildi Bjarnadóttur.

Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum er mikið fjallað um kolefnisbindingu og bætta landnotkun. Skógrækt og landgræðsla hafa lengi verið yfirlýst forgangsmál í loftslagsstefnu Íslands enda eru hér á landi mikil tækifæri til að binda kolefni úr andrúmslofti. Losun á gróðurhúsalofttegundum vegna framræslu á votlendi er mikil en með því að endurheimta votlendið má minnka losunina umtalsvert. Í fyrirlestrinum verður fjallað um þessar loftslagsaðgerðir og gerð grein fyrir mikilvægi þeirra í stóra samhenginu.

Brynhildur Bjarnadóttir er með doktorspróf í Skógvistfræði og hefur starfað við rannsóknir á kolefnisbindingu skóga um nokkurt skeið. Á árunum 2003-2012 starfaði hún sem sérfræðingur hjá Skógrækt ríksins en frá árinu 2012 hefur hún gegnt stöðu lektors í náttúruvísindum við kennaradeild Háskólans á Akureyri.

Félagsvísindatorgið er haldið í samvinnu við umhverfisráð HA.

Torgið er opið öllum endurgjaldslaust