Nýsköpunarviðburður Norðanáttar og HA

Norðanátt í samstarfi við HA og SHA standa fyrir nýsköpunarviðburði. Mugison verður sérstakur gestur og er viðburðurinn frábært tækifæri til að tengjast, eflast, fræðast og skemmta sér

Norðanátt í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Stúdentafélag Háskólans á Akureyri standa fyrir nýsköpunarviðburð í HA, föstudaginn 23.september n.k. frá klukkan 16:00 - 18:00 í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri

Viðburðurinn er frábært tækifæri til að tengjast, eflast, fræðast og skemmta sér! 

Dagskrá

  • Norðanátt heldur erindi um nýsköpun og veitir stúdentum innblástur
  • Kraftmikil og skemmtileg tengslamyndun fyrir stúdenta háskólans
  • Teymin sem taka þátt í viðskiptahraðalinum Vaxtarrými verða tilkynnt
  • MUGISON mætir með læti og treður upp
  • Fljótandi og léttar veitingar í boði
  • Norðanátt er hreyfiafl nýsköpunar á Norðurlandi sem m.a. styður og eflir frumkvöðla á ólíkum stigum nýsköpunar. Nýlega hóf HA samstarf við Norðanátt og er nýsköpunarviðburðurinn einn liður í því samstarfi 

Norðanátt er samstarfsverkefni Eims, SSNE, SSNV og RATA