Öll él birtir upp um síðir

Hver er framtíðarsýn fólks sem býr í sveitum landsins og hvernig sker hún sig frá þeim sem búa minni þéttbýlum?

Föstudaginn 28. september er Vífill Karlsson, dósent, með erindi á málstofu í viðskiptafræði

Börnum hefur fækkað hratt til sveita og ungir bændur eru líklegri til að hætta búskap en þeir sem eru á miðjum aldri. Af þessum sökum verður gerð tilraun til að kanna hvort fólk í sveitum sé líklegra til að hugleiða brottflutning á næstu tveimur árum en fólk í smærri þéttbýlum landsins.

Auk þess verður reynt að greina hvaða búsetuskilyrði þeir telja mikilvægust fyrir áframhaldandi búsetu sína og hvort munur sé á afstöðu þeirra og íbúa smærri þéttbýla landsins.

Þá verður gerð tilraun til að skoða hvort fjarlægð frá sterkum þjónustukjarna, eins og höfuðborgarsvæðinu, hafi áhrif á afstöðu til fyrrgreindra spurninga.

Greiningin byggir á stórri íbúakönnun sem gerð var í öllum landshlutum nema Austurlandi, Norðurlandi eystra og höfuðborgarsvæðinu árin 2016 og 2017.

Rúmlega 6.000 svöruðu, þar af rúmlega 1.200 í dreifbýli.

Öll velkomin - Aðgangur ókeypis