Ráðstefna um kynferðisbrot gegn drengjum

Háskólinn í Reykjavík býður til ráðstefnu um kynferðisbrot gegn drengjum í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Fangelsismálastofnun ríkisins og Barna- og fjölskyldustofu

Öll velkomin á ráðstefnu um kynferðisbrot gegn drengjum fimmtudaginn 1. júní kl. 09:00 í Háskólanum í Reykjavík (stofu V101) og í streymi. 

Nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku á ráðstefnunni. Allar upplýsingar um skráningu á staðnum og í streymi má nálgast hér á vef Háskólans í Reykjavík.

Dagskrá

09:00 Skráning og kaffi

09:30 Ávarp forseta Íslands

09:45 „Að leita sexual fullnægingar á glæpsamlegan hátt“

Kynferðisbrot gegn drengjum í dómasafni Hæstaréttar

Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR

10:15 Skeggi, „vinur barnanna“

Rannsókn á meintum brotum barnakennara

Þorsteinn J. fjölmiðlamaður

10:45 Kaffihlé

11:00 Af hverju segja drengir síður frá?

Sérstaða mála þar sem drengur þolandi kynferðisbrots

Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn rannsóknarsviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu

11:30 Gerendur kynferðisbrota: Útskúfun eða stuðningur?

Dr. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við HÍ

12:00 Hádegishlé

12:30 Betrunarvist?

Dregur fangelsisrefsing úr hættu á endurteknum kynferðisbrotum gegn börnum?

Anna Kristín Newton, sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins og stundakennari við HR

13:00 Saga Bergs

Sigurþóra Bergsdóttir, stofnandi Bergsins Headspace

13:30 „Sannleikurinn gerir mig frjálsan”

Mikilvægi þess að drengir segi frá og leiti sér hjálpar

Dr. Sigrún Sigurðardóttir, dósent við Heilbrigðis-, viðskipta og raunvísindasvið HA

14:00 Kaffihlé

14:15 Þögnin og skömmin

Afleiðingar og ástæður þess að strákar segja ekki frá

Kolbrún Karlsdóttir, sálfræðingur og sérhæfður rannsakandi í Barnahúsi

14:45 Hvað hjálpar þolendum að segja frá kynferðisofbeldi og hvernig tengist það geðheilsu?

Dr. Rannveig S. Sigurvinsdóttir dósent við sálfræðideild HR
Dr. Karen Birna Þorvaldsdóttir sérfræðingur við HR

15:15 Strákarnir á Stígó

Greining á gögnum um karlkyns brotaþola kynferðisofbeldis í æsku

Hjálmar G. Sigmarsson, ráðgjafi á Stígamótum

15:45 Umræður