Saga frumkvöðuls

Fjóla Björk Karlsdóttir aðjúnkt við Háskólann á Akureyri og frumkvöðull

Fjóla Björk Karlsdóttir stofnaði Vorhús ásamt móður sinni, Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur, árið 2008 og hefur stýrt rekstri þess frá upphafi. Vorhús leitast við að auka hamingju í hversdagslífi fólks með einstakri hönnun sem er innblásin af hreinni og tærri náttúru Íslands. Sterk tenging við hreina og tæra náttúru og gildi fyrirtækisins liggja í umhverfis- og samfélagslegri sjálfbærni og virðingu fyrir náttúruauðæfum jarðarinnar og vinnuafli. Vorhús starfar með völdum framleiðendum sem skara fram úr hver á sínu sviði hvað varðar gæði og umhverfisvitund og sjálfbærni.

Fjóla er viðskiptafræðingur að mennt og starfar sem framkvæmdastjóri Vorhúsa ásamt því að vera aðjúnkt hjá Háskólanum á Akureyri.

MÁLSTOFAN ER ÖLLUM OPIN