Viðbrögð við COVID-19 faraldrinum á Íslandi - Tilviksrannsókn af sveitarstjórnarstiginu

Opin málstofa í Viðskiptadeild

Öll velkomin á Opna málstofu í Viðskiptadeild. Að þessu sinni mun Grétar Þór Eyþórsson, deildarforseti Viðskiptadeildar flytja erindið:

Viðbrögð við Covid-19 faraldrinum á Íslandi. Tilviksrannsókn frá sveitarstjórnarstiginu

Málstofan fer fram í stofu M102 og verður einnig streymt frá henni á Zoom hér.

Í erindinu mun Grétar greina frá fyrstu niðurstöðum sínum úr norrænni rannsókn um stjórnunarlega og skipulagslega þætti sem tengjast viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum. Verkefnið nefnist: Crisis Management in a Polycentric Nordic Local Democracy: Different Governance Structures – Different Results og er styrkt af Norges Forskningsråd.

Á málstofunni mun Grétar fjalla um tilviksrannsókn byggða á gagnarýni og viðtölum á Akureyri og er ætlað að varpa ljósi á hvernig og hvar ákvarðanir um aðgerðir í faraldrinum voru teknar. Einnig hver voru hlutverk mismunandi aðila og stjórnstiga í faraldrinum? Þetta mun birtast á bók sem nú er í útgáfuferli hjá Edward Elgar Publishing og heitir hún: Crisis Management, Governance and COVID-19. Pandemic Policy in the Nordic Countries. 

Áhugasöm geta kynnt sér verkefnið nánar hér.

Öll velkomin!