400. fundur háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS
Fimmtudaginn 20.12.2018 kl. 11. Borgir, R262

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 11.00.

Mættir voru auk hans:

Björn Ingimarsson fulltrúi menntamálaráðherra
Finnbogi Jónsson fulltrúi háskólaráðs (via Zoom)
Hermína Gunnþórsdóttir fulltrúi háskólasamfélagsins
Óskar Þór Vilhjálmsson varafulltrúi háskólasamfélagsins
Sólveig María Árnadóttir fulltrúi nemenda

Forföll:

Brynhildur Pétursdóttir fulltrúi háskólaráðs
Erla Björg Guðmundsdóttir varafulltrúi háskólaráðs

Aðrir mættir:

Martha Lilja Olsen ritari og starfsmaður háskólaráðs

Gestir:

Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður fjármála
Hólmar Svansson framkvæmdastjóri háskólaskrifstofu
Anna Ólafsdóttir starfandi forseti hug- og félagsvísindasviðs
Vaka Óttarsdóttir forstöðumaður þróunar og umbóta á hug- og félagsvísindasviði
Þóranna Jónsdóttir ráðgjafi (via Zoom)
Lars Gunnar Lundsten forstöðumaður miðstöðvar doktorsnáms og rannsókna
Sædís Gunnarsdóttir verkefnastjóri stjórnsýslu rannsókna

Rektor kynnti dagskrá.

1. Fjármál og rekstur

Framkvæmdastjóri og forstöðumaður fjármála komu inn á fundinn undir þessum lið. Harpa kynnti útkomuspá fyrir rekstrarniðurstöðu ársins 2018 og fjárhagsáætlun 2019. Gert er ráð fyrir örlitlum rekstrarafgangi 2018. Áætlanir gera ráð fyrir að áfram verði jafnvægi í rekstri háskólans. Háskólaráð samþykkir fjárhagsáætlun 2019. Gert ráð fyrir að uppgjör fyrir árið 2018 verði lagt fyrir í febrúar.

Harpa yfirgaf fundinn.

2. Skipurit HA

Framkvæmdastjóri fór yfir skipurit HA. Ítarlega hefur verið farið yfir verkaskiptingu á milli háskólaskrifstofu og rektorsskrifstofu og eru það í raun einu breytingarnar á skipuritinu, ásamt þeim breytingum á hug- og félagsvísindasviði sem koma fram í tillögum sem til umfjöllunar eru í lið 4.

Rædd var staðsetning og staða mannauðsmála innan háskólans. Mikilvægt að styrkja mannauðsmál almennt og sérstaklega stuðning og þjálfun stjórnenda til þess að takast á við mannauðsmál.

Háskólaráð samþykkir skipuritið með fyrirvara um tillögurnar sem varða hug- og félagsvísindasvið sem á eftir að fjalla um.

Hólmar yfirgaf fundinn.

3. Skil á rannsóknaskýrslum og stigamat

Sædís Gunnarsdóttir verkefnastjóri stjórnsýslu rannsókna og Lars Gunnar Lundsten forstöðumaður miðstöðvar doktorsnáms og rannsóknastjóri komu inn á fundinn undir þessum lið. Þau fóru yfir rannsóknastig akademískra starfsmanna árið 2017, ásamt því að sýna meðaltal og þróun síðustu ára.

Háskólaráð þakkar þeim Sædísi og Lars fyrir þeirra innlegg. Óskað er eftir ítarlegri greiningum og tíðari innkomum þeirra á háskólaráðsfundi til að upplýsa um stöðu rannsókna.

Sædís og Lars yfirgáfu fundinn.

Rannsóknaskylda er 40% af starfsskyldum akademískra starfsmanna í fullu starfi og mjög mikið hagsmunamál fyrir háskólann að vera virkur í rannsóknum en efling rannsókna er ein af meginaðgerðum í stefnu HA 2018-2023.

4. Málefni hug- og félagsvísindasviðs: staða mála

Anna, Vaka og Þóranna komu inn á fundinn.

Vaka fór yfir vinnu breytingateymisins með starfsfólki hug- og félagsvísindasviðs og niðurstöður samtalsins við starfsfólk. Tillagan sem komin er upp úr þessari vinnu felst í að hug- og félagsvísindasviði verði skipt upp í fjórar deildir: félagsvísindadeild, lagadeild, sálfræðideild og kennaradeild.

Anna kynnti tillögu frá hug- og félagsvísindasviði um að Háskólinn á Akureyri óski eftir því við menntamálaráðuneytið að fá viðurkenningu á sviði hugvísinda.

Þóranna tók við og fór yfir skipulag opinberra háskóla samkvæmt lögum um opinbera háskóla og reglur Háskólans á Akureyri í því samhengi.

Anna, Vaka og Þóranna yfirgáfu fundinn.

Hugmyndirnar voru ræddar ítarlega og mikil ánægja með þessa vinnu. Háskólaráð gerir ekki athugasemdir við tillögurnar á þessum tímapunkti og tekur jákvætt í þær og hvetur sviðið til að byrja strax að vinna samkvæmt þeim. Gert er ráð fyrir að tillögurnar verði rýndar á milli funda með það að markmiði að samþykkja endanlegar tillögur í janúar eða febrúar.

5. Mál til kynningar

 • Verklagsreglur vegna skila í stigamat
 • Ársskýrsla siðanefndar

Ofangreind mál lögð fram til kynningar.

6. Bókfærð mál til samþykktar

 • Breytingar á reglum um gjaldskrá Háskólans á Akureyri
 • Verklag við framkvæmd veitingar heiðursdoktorsnafnbótar

Samþykkt.

7. Önnur mál

 • Líklegt er að örlítill rekstrarafgangur verði af rekstri háskólans árið 2018. Rektor leggur til að afgangurinn verði nýttur á eftirfarandi hátt:
  • Byggja upp hermisetur við hjúkrunarfræðideild
  • Gjöf til kennaradeildar 25 ára afmæli
  • Gjöf til stúdentafélags Háskólans á Akureyri í tilefni af 30 ára afmæli


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:03.