Alda Stefánsdóttir

Námið er ný sameiginleg námsleið við HA og HÍ. Það er afskaplega ánægjulegt að hafa fengið að taka þátt í uppbyggingu þessa náms. Þetta er frábær leið fyrir fólk sem starfar í leikskólum til að byggja ofan á þekkingu sína og hæfni. Í náminu er lögð áhersla á að efla starfsfólk í vinnu sinni með börnum og að auka fagþekkingu þeirra á grunnþáttum í menntun ungra barna. Að námi loknu eiga nemendur þess kost að skrá sig í leikskólafræði á annað ár.