Arnrún Halla Arnórsdóttir

Fagnám til diplómaprófs fyrir starfandi sjúkraliða er ný námsbraut við HA sem er ákaflega ánægjulegt að hafa fengið að taka þátt í að byggja upp. Þessi nýja námsbraut er frábær leið fyrir starfandi sjúkraliða til að byggja ofan á þekkingu sína og færni. Í náminu er lögð áhersla á eflingu klínískrar færni og þekkingar á samskiptum sem meðferðartæki, sem og á þátttöku í þverfaglegu samstarfi og uppbyggingu fagmennsku. Kjörsvið öldrunar- og heimahjúkrunar, sem fer af stað haustið 2021, er fyrst og fremst hugsað til að auka gæði í heilbrigðis- og velferðarþjónustu til handa öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra.