Ásta Hlín Ólafsdóttir

Ég var mjög ánægð með meistaranámið við Háskólann á Akureyri. Það gekk vel að sinna náminu meðfram vinnu og fjölskyldulífi. Mér fannst gaman að setjast aftur á skólabekk eftir margra ára hlé, kynnast samnemendum og frábærum kennurum. Það er svo gott og gefandi að fara út fyrir þægindarammann og sigrast á nýjum áskorunum. Ég fann hvað ég hafði gott af því að staldra við eftir margra ára starf sem ljósmóðir og grúska aðeins í fræðunum. Námið sem slíkt heldur manni við efnið að fylgjast með rannsóknum á sínu sviði sem aftur eflir mann sem fagmann í starfi.