Gyða Birnisdóttir

Sjávarútvegsfræði er fjölbreytt og krefjandi nám sem undirbýr mann vel fyrir atvinnulífið. Námið er þverfaglegt þar sem sérstök áhersla er lögð á sjávarútveg en einnig er það samsett af námskeiðum tengdum viðskiptafræði og raunvísindum. Það ríkir mikil þekking og reynsla meðal kennara á sviðinu sem gefur manni heildræna þekkingu á sjávarútvegi sem atvinnugrein. Mér finnst mikill kostur hvað námið er persónulegt og aðgengi að kennurum er gott. Það sem stendur upp úr frá þeim tíma sem ég stundaði nám við HA er klárlega fólkið sem ég kynntist, bæði nemendur og kennarar. Tímarnir voru áhugaverðir og umræður líflegar. Kennarar tengja námið vel við atvinnulífið sem eflir tengslanetið samhliða náminu.