Helena Sjørup Eiriksdóttir

Í kennaranáminu lærði ég að flétta vinnu með nánasta umhverfi skóla inn í nám og kennslu, kynntist ólíkum aðferðum og nálgunum þegar kemur að því að vinna með málþroska barna, vinna með vísindi og stærðfræði í umhverfinu svo fátt eitt sé nefnt. Námið við Kennaradeild HA er fjölbreytt og spannar mörg áhugasvið. Í vísindasmiðju bjuggum við til og unnum með rafmagn, ljós, myndvinnslu o.fl. Ég kynntist einnig stefnum og straumum í umhverfismennt og menntun til sjálfbærrar þróunar, varð fær um að kenna um náttúru, umfhverfi, samfélagið, endurvinnslu og endurnýingu. Það sem stendur upp úr er þó persónulegt nám þar sem stúdentar eru ekki kennitala á blaði.