Jóhanna Ólafsdóttir

Ég er útskrifuð sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir frá Háskóla Íslands en valdi að fara út fyrir þægindarammann og sækja meistaranám við Háskólann á Akureyri. Ég kynntist nýju fólki og nýjum áherslum ásamt því að fá nýjar áskoranir. Námsfyrirkomulag var frábært og þrátt fyrir að vera að hluta í fjarkennslu var námið bæði persónulegt og einstaklingsmiðað sem er einmitt það sem skilar manni svo miklu í lífi og starfi og ekki síst á þessu námsstigi. Meistaranám Háskólans á Akureyri fær mín allra bestu meðmæli.