Kári Gautason

Námsefnið er mjög áhugavert og skemmtilegt. Þriggja vikna áfanginn hefur staðið upp úr en þá skoðuðum við gamla vatnsaflsvikjun og unnum stórt verkefni tengt henni. Við teiknuðum virkjunina upp í teikniforritinu Inventor og könnuðum hvað þyrfti að gera til að koma henni í gang svo eitthvað sé nefnt. Við erum fá í bekknum og hjálpumst að ef einhver á í erfiðleikum með námið. Aðgengi að kennurum er mjög gott og það er frábært að vera með aðstoðarkennara á staðnum. Mér finnst rosalega þægilegt að geta búið á Akureyri og lært það sem ég hef áhuga á. Orkumál eru mikilvæg og þetta nám er mjög hagkvæmt fyrir framtíðina.