Sunneva Ósk Guðmundsdóttir

Sjávarútvegsfræði er virkilega fjölbreytt nám sem samanstendur af námskeiðum í sjávarútvegi, viðskiptum og raunvísindum. Meðan ég stundaði námið þá lærði ég öguð vinnubrögð og mikilvægi þess að skipuleggja sig vel. Þá lærði ég að halda utan um mörg verkefni í einu ásamt því að vinna í teymi sem nýtist mér vel í starfi.