Sverrir Bergmann Magnússon

Það var mikil lukka fyrir mig að komast í MS nám í Stjórnun hjá Háskólanum á Akureyri. Ég var að leita að námi sem væri eingöngu kennt í fjarnámi þar sem vinna mín er þannig að ég kemst ekki í hefðbundna kennslu, hvorki á virkum dögum né um helgar. Námið er fjölbreytt og hefur nýst mér strax þar sem ég gat valið fög sem tengjast minni vinnu. Þannig hef ég öðlast dýpri skilning á námsefninu og getað miðlað þekkingu minni áfram. Kennarar tala á mannamáli og koma með fjölbreytt verkefni sem halda manni ferskum í verkefnavinnunni, hlusta á gagnrýni og koma með lausnir ef við á. Klárlega nám sem ég mæli með.