Fyrrum nemandi í heimskautarétti leiðir Norðurslóðarannsóknastofnun

Romain Chuffart ráðinn forstöðumaður og framkvæmdastjóri Arctic Instute
Fyrrum nemandi í heimskautarétti leiðir Norðurslóðarannsóknastofnun

Romain Chuffart var á dögunum ráðinn forstöðumaður og framkvæmdastjóri Arctic Institute – Center for Circumpolar Security Studies (TAI), sem er opinber hugveita (e. Thinktank) sem upplýsir um stefnumótun á Norðurslóðum.  

Romain brautskráðist með MA í heimskautarétti frá Háskólann á Akureyri árið 2017. Lokaritgerðin hans fjallaði um réttindi minnihlutahópa og frumbyggja. Hann stundar nú doktorsnám við DurhamARCTIC í Durham háskólanum í Bretlandi. Rannsóknir hans beinast meðal annars að heimskautarétti, þjóðarétti, réttindi frumbyggja og umhverfisrétti. Í doktorsritgerð sinni kannar Romain hvernig frumbyggjaréttur er notaður til að efla sjálfstjórn og fullveldi frumbyggja í umhverfisstjórnun á Norðurslóðum.

Lagadeild Háskólans á Akureyri óskar Romain til hamingju með þennan áfanga og velsældar í starfi.