HA kynnir fjölbreyttar rannsóknir á Menntakviku

Árleg ráðstefna í menntavísindum
HA kynnir fjölbreyttar rannsóknir á Menntakviku

Menntakvika, árleg ráðstefna á vegum Menntavísindasviðs Háskólans Íslands um menntavísindi, leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntamála varða. Ráðstefnan fer fram í október ár hvert þar sem kynntar eru rannsóknir um það sem efst er á baugi í menntavísindum hér á landi. Ráðstefnan fer fram í Stakkahlíð í Reykjavík í ár dagana 6. og 7. október auk þess sem henni verður streymt. Fyrirlestrarnir eru 210 talsins.

Venju samkvæmt tekur Háskólinn á Akureyri þátt í ráðstefnunni. Hér fylgir stutt yfirlit um þátttakendur HA á Menntakviku. Erindin gefa innsýn í þær fjölbreyttu rannsóknir sem unnar eru við HA. Áhugsöm geta lesið ágrip erindanna hér.

  • Sólin vermi blessuð skólabörnin - Barnafræðsla í Fljótum í Skagafirði 1880-1946
    Kristín Sigurrós Einarsdóttir, útskrifaður kennari frá Kennaradeild HA og Bragi Guðmundsson, prófessor við Kennaradeild HA

  • Stigskiptur stuðningur í kennslu: Greining á gæðum kennslu á unglingastigi
    Birna María B. Svanbjörnsdóttir, dósent við Kennaradeild HA og Sólveig Zophoníasdóttir, aðjúnkt við Kennaradeild HA

  • Nám og kennsla á netinu: Viðbrögð norrænna unglingastigskennara við upphaf COVID-19 faraldursins
    Sólveig Zophoníasdóttir, aðjúnkt við Kennaradeild HA

  • Þar sem öll geta verið þau sjálf. Jafnrétti í leikskólastarfi
    Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor við Kennaradeild HA

  • Athuganir í leikskólum
    Helena Sjørup Eiriksdóttir, útskrifaður leikskólakennari hjá HA og starfandi leikskólakennari hjá Akureyrarbæ og Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor við Kennaradeild HA

  • Að skapa örheima í leik með stafrænan efnivið
    Kristín Dýrfjörð, dósent við Kennaradeild HA

  • Valdeflandi matmálstímar
    Guðrún Alda Harðardóttir, doktor í leikskólafræðum og Kristín Dýrfjörð, dósent við Kennaradeild HA

  • Langtímarannsókn á líkamlegri og andlegri heilsu íslenskra ungmenna
    Þuríður Helga Ingvarsdóttir, doktorsnemi við Menntavísindasvið HÍ, Erlingur Jóhannsson, prófessor, Menntavísindasvið HÍ og Nanna Ýr Arnardóttir, lektor við Hjúkrunarfræðideild HA

  • Kerfisbundinn og markviss stuðningur við lestrarnám

    Fjóla Björk Karlsdóttir, aðjúnkt við Viðskiptadeild HA og Guðmundur Engilbertsson, lektor við Kennaradeild HA

  • Læsi til náms: læsislíkan á þremur stigum
    Guðmundur Engilbertsson, lektor við Kennaradeild HA

  • Samheldni og umburðarlyndi kom okkur í gegnum COVID-19
    Hjördís Sigursteinsdóttir, dósent við Viðskiptadeild HA og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor við Félagsvísindasvið HÍ

  • „Þetta er highlightið í mínu námi!“ - Samvinna Eistlands og Íslands E-CBA's
    Hafdís Björg Hjálmarsdóttir, lektor við Viðskiptadeild HA og Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir, aðjúnkt við Viðskiptadeild HA

  • Erum við að gleyma að leggja áherslu á mjúka fræni í viðskiptafræði?
    Vera Kristín Vestmann Kristjánsdóttir, aðjúnkt við Viðskiptadeild HA og Hafdís Björg Hjálmarsdóttir, lektor við Viðskiptadeild HA 

  • „Ég hugsaði á dýpri hátt um hvernig hægt væri að miðla starfsháttum mínum til annarra.“
    Oddný Sturludóttir, aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ, Ingileif Ástvaldsdóttir, aðjúnkt við Menntavísindasvið HÍ og Jenný Gunnbjörnsdóttir verkefnastjóri Miðstöðvar skólaþróunar HA

Nánari upplýsingar um Menntakviku og streymi ráðstefnunnar eru hér.