Íslenskir lögreglunemar tóku þátt í alþjóðlegu námskeiði í Lögregluskólanum í Ósló, Noregi

Fyrsta sinn sem íslenskir nemendur taka þátt
Íslenskir lögreglunemar tóku þátt í alþjóðlegu námskeiði í Lögregluskólanum í Ósló, Noregi

Vikuna 22. til 26. maí tóku fimm íslenskir lögreglunemar þátt í alþjóðlegu námskeiði í Lögregluháskólanum í Ósló, Noregi. Námskeiðið heitir Operative communication, og snýr að samskiptum lögreglumanna á vettvangi og tóku nemendur frá lögregluskólum á Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð, Hollandi, Þýskalandi og Noregi þátt í námskeiðinu. Þetta er annað árið í röð sem námskeiðið er haldið en í fyrsta sinn sem íslenskir lögreglunemar taka þátt. Fyrirhugað er að bjóða íslenskum nemendum á 1. ári upp á námskeiðið héðan frá.

Eyrún Eyþórsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri og kennari í námskeiðinu Samskipti og upplýsingaöflun lögreglu, er meðal kennara á námskeiðinu og stóð að þátttöku íslensku nemendanna. Námskeiðið er blanda af verklegum æfingum og fræðilegum fyrirlestrum en rík áhersla er lögð á nemendur noti réttláta málsmeðferð (e. procedural justice) í samskiptum sínum. Réttlát málsmeðferð í samskiptum lögreglu snýr að því að gefa fólki rödd, gæta hlutleysis, koma fram við fólk af virðing og treysta.