Stuðningur við stúdenta í prófatíð

Hagnýt bjargráð frá Náms- og starfsráðgjöf HA
Stuðningur við stúdenta í prófatíð

Senn líður að prófatíð í Háskólanum á Akureyri. Þá er eðlilegt að sum finni fyrir örlitlum kvíða eða streitu en það getur líka verið gagnlegt. Á álagstímum er mikilvægt að þú hugir vel að þér bæði andlega og líkamlega.

 • Forgangsraðaðu
 • Takamarkaðu utanaðkomandi streituvalda
 • Haltu í jafnvægi milli einkalífs og lærdóms
 • Gerðu eitthvað uppbyggilegt daglega
 • Leitaðu aðstoðar ef kvíði og vanlíðan eykst umfram það sem eðlilegt er

Náms- og starfsráðgjafar HA (NSHA) hafa tekið saman ýmsar bjargir sem geta stutt þig í komandi prófatíð. Þættir sem vinna gegn prófkvíða og bæta líðan eru m.a. tímastjórnun og skipulag, hreyfing, næring, hvíld og slökun.

Bjargráð

Kvíði í námi

Í krefjandi háskólanámi getur verið eðlilegt að finna fyrir áhyggjum, kvíða og depurð. Stundum fara þó slíkar tilfinningar að trufla námsárangur og lífsgæði. Þá getur verið tilefni til að grípa inn í. Hér fer Einar sálfræðingur NSHA yfir nokkur hagnýt ráð sem geta gagnast við kvíða í námi.

Námskeið í boði

 • Námstækni í HA - Í Canvas er að finna námstæknisíðu sem er opin öllum stúdentum HA gjaldfrjálst. Þar er til dæmis farið yfir:
  • Tímaskipulag og markmiðasetning
  • Lestrar-, glósu- og minnistækni
  • Frestun og líðan
  • Undirbúningur fyrir próf
 • Prófkvíðanámskeið - Hvað er kvíði og hvaðan kemur hann? Á námskeiðinu lærir þú hvernig hægt er að ná tökum á eigin hugsunum og þannig draga úr kvíða og vanlíðan tengdum prófum. Námskeiðið er aðgengilegt í Canvas. Þú getur tekið það hvenær sem er og á eigin hraða, sjá nánar hér.
 • HAM námskeið - Stúdentar við Háskólann á Akureyri geta sótt sér sálfræðiþjónustu hjá Náms- og starfsráðgjöf Háskólans á Akureyri. Þjónustan er stúdentum að kostnaðarlausu.

Áhersla er lögð á hópnámskeið byggð á hugrænni atferlismeðferð, nánar hér.

Í tilefni að því að prófatíð nálgast bendum við stúdentum á aðgengi að hóp- og lesaðstöðu, sjá hér.

Hvíld - Hreyfing – Hugarró

 • Við Náms- og starfsráðgjöf getur þú sest niður með teppi, mandarínu og jafnvel axlanudd.
 • Líkamsræktarsalurinn er opinn alla daga frá kl. 7:00 til miðnættis- notaðu SnjallDropann þinn
 • Jóga í boði í líkamsrækt skólans fyrir nemendur og starfsfólk
  • þriðjudögum og fimmtudögum kl: 11:50
 • Það er hægt að púsla á bókasafninu í prófatíðinni
 • Taka göngutúra, um skólann eða úti
 • Víða um skólann er hægt að finna sófa þar sem hægt er að hafa það aðeins notalegt í lærdómnum og jafnvel taka sér kríu
 • Svarta boxið sem er staðsett niðri á aðalgangi er næðisrými sem öllum er frjálst að nota. Það þarf að vera tengt við rafmagn


Kósýhorn fyrir utan NSHA

Viltu spjalla?

Náms- og starfsráðgjafar HA veita stúdentum stuðning og ráðgjöf.

 • Opnir tímar eru daglega milli kl.13:30-14:30 en kl.11-12 á föstudögum.
 • Þú getur bókað viðtalstíma á Teams, í síma eða á staðnum á bókunarsíðu NSHA
 • Einar sálfræðingur er til viðtals mánudaga-miðvikudaga, nánari upplýsingar sali@unak.is

Ef þú þarft hvatningu, stuðning, aðstoð við skipulag og námstækni nú eða bara spjalla endilega settu þig í samband við starfsfólk NSHA.

Prófatíð er erfið en hún tekur enda! Gangi þér vel og mundu að við erum hér fyrir þig.