Innflytjendaverkefni fær rúmlega 25 milljónir

Rannsóknarverkefni Markusar Meckl, prófessors við félagsvísinda- og lagadeild, hlaut styrk.
Innflytjendaverkefni fær rúmlega 25 milljónir

Verkefni Markusar Meckl, prófessors við félagsvísinda- og lagadeild HA, sem fjallar um ábyrgð háskóla í að upplýsa og mennta í tengslum við innflytjendamál í Evrópu (The university as an advocate for responsible education about migration in Europe) hefur hlotið styrk úr sjóði Erasmus+ í flokknum Samstarfverkefni (e. Strategic Partnership) að upphæð 204.890 EUR, eða rúmlega 25 milljónir íslenskra króna.

Að þessu sinni voru 28 verkefni á öllum skólastigum um hituna en potturinn var umtalsvert stærri en árin áður (5.955.924 EUR). Hver umsókn var metin af tveimur óháðum matsmönnum samvkæmt samræmdu evrópsku matsfyrirkomulagi og fengu einungis 15 verkefni brautargengi. Er þetta í fyrsta skipti sem HA sækir um til að leiða samstarfsverkefni á vegum Erasmus+ en hefur þó verið þátttakandi áður með öðrum aðilum í Evrópu. Samstarfslönd verkefnisins eru: University of Szeged (Ungverjaland), University of Madeira (Portúgal), University of Thessalonikis (Grikkland) og University of Florence (Ítalía).

Lýsing á verkefninu á ensku

The project focuses on the social, educational and intellectual role of the European university as an agent advocating for inclusion, equality and social justice in matters relating to migration. The engagement of universities in public contemporary debates plays an important role in shaping student‘s understanding of societal matters and democratic and civic engagement. The main objectives of the project are:

  1. To strengthen the role played by the university in advocating for constructive, responsible and inclusive education about migration in Europe.
  2. To facilitate and improve the possibilities for immigrants and refugees to have access to higher education.
  3. To encourage European universities to provide a rational vehicle for contributions to the knowledge and the informed debate around migration.