Jólakveðja Háskólans á Akureyri

Starfsfólk Háskólans á Akureyri óskar ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári
Jólakveðja Háskólans á Akureyri

Gleðileg jól, kæru vinir! 

Við þökkum ánægjuleg samskipti og góðar samverustundir á árinu sem er að líða og hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári!

Árið byrjaði með trompi þegar fyrstu doktorsnemarnir voru innritaðir við skólann. Í haust voru svo fyrstu doktorssamningarnir undirritaðir. Háskólinn er því kominn með nám á öllum þrepum háskólanáms og orðinn fullvaxta.

Eftir nokkurra ára hlé voru tvö sæmd heiðursdoktorsnafnbót við skólann, þau Rögnvaldur Hannesson og frú Vigdís Finnbogadóttir. Rögnvaldur var sæmdur af viðskipta- og raunvísindasviði skólans en frú Vigdís Finnbogadóttir af heilbrigðisvísindasviði. Háskólinn er þakklátur og stoltur af þessum nýju heiðursdoktorum, en heiðursdoktorar við skólann eru nú orðnir alls fimm. 

Háskólinn er á tímamótum varðandi aðgang að námi en mikill áhugi er á því námsumhverfi sem skólinn býður upp á og hafa aldrei verið fleiri nemendur skráðir í hann. Þetta hafði það í för með sér að í fyrsta sinn í sögu háskólans var fjöldi nýnema takmarkaður skólaárið 2019–2020, til að halda gæðum náms.

Við horfum bjartsýn fram á við og hlökkum til að takast á við ný og krefjandi verkefni til að gera samfélagið okkar enn betra – í samstarfi við ykkur öll.

Hátíðarkveðjur

f