Mjúk lending og pissandi hjúkrunarfræðingar

Háskólinn á Akureyri fyrirferðamikill á LÝSU.
Mjúk lending og pissandi hjúkrunarfræðingar

Þjóðfundurinn LÝSA sem áður hét fundur fólksins hefst formlega í Hofi á morgun með setningarræðu forsætisráðherra klukkan 12. Rúmlega 60 viðburðir eru á dagskrá sem spanna allt frá menningu til stjórnmála og allt þar á milli. Háskólinn á Akureyri er fyrirferðamikill með 7 erindi.

Föstudagur 7. september

Olga Ásrún Stefánsdóttir: Leyfðu þér að fljúga en náðu mjúkri lendingu. Erindi um starfslok.
Hvar og hvenær: Hamrar kl. 10 (12mín)

Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA: Stefna HA 2018-2023 – uppfyllir hún þarfir samfélagsins.
Hvar og hvenær: Svalir á 2. hæð í Hofi, kl. 13.30 (30mín)

Sigrún Sigurðardóttir og Karen Birna Þorvaldsdóttir: Kynning á tilraunaverkefni í þágu þolenda í alvarlegum kynferðisbrotum. Samstarf Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, SAk, HSN og Rannsóknarmiðstöðvar gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri.
Hvar og hvenær: 2. hæð í Hofi (Lundur), kl. 14.45 (30mín)

Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir og Gísli Kort Kristófersson: Geta hjúkrunarfræðingar pissað standandi? Eru karlar ómögulegir hjúkrunarfræðingar? Hvað segir sagan og rannsóknarniðurstöður.
Hvar og hvenær: 2. hæð í Hofi (Dynheimar), kl. 14 (30mín)

Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir (HA) og Snæbjörn Ómar Guðjónsson (SAk): Innleiðing fjölskylduhjúkrunar á SAk. Samstarf HA og SAk um að bæta gæði þjónustu spítalans.
Hvar og hvenær: 2. Hæð í Hofi (Dynheimar), kl. 14.30 (30mín)

Laugardagur 8. september

Grétar Þór Eyþórsson: Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningum frá 2006. Hvað hefur gerst og hvert stefnir?
Hvar og hvenær: 2. hæð í Hofi (Dynheimar), kl. 15 (30mín)

Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA: Stefna HA 2018-2023 – uppfyllir hún þarfir samfélagsins.
Hvar og hvenær: Svalir á 2. hæð í Hofi, kl. 15 (30mín)

Anna Ólafsdóttir og Sigurður Kristinsson: Lýðræðishlutverk háskóla. Spurningarform til að kalla á umræður og samræðu um það hvernig háskóli þjóni lýðræðinu, hvernig starfsemi hans geri það hugsanlega ekki og hvernig háskólar ættu að þróast út frá hugmyndinni um lýðræði.
Hvar og hvenær: 2. hæð í Hofi (Dynheimar), kl. 15.30 (30mín)

Einnig tekur rektor Háskólans á Akureyri, Eyjólfur Guðmundsson, þátt í pallborðsumræðum á vegum LÍS – Landssamtök íslenskra stúdenta, um menntastefnu til ársins 2030.