Nemendur frá HA tóku þátt í námskeiði um lyfjaöryggi

Námskeiðið fór fram á zoom, en það átti upprunalega að vera á Álandseyjum.
Nemendur frá HA tóku þátt í námskeiði um lyfjaöryggi

Þrír nemendur á heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri tóku þátt í námskeiði um lyfjaöryggi dagana 20-24 apríl. Námskeiðið var á vegum Nordplus og átti að fara fram á Álandseyjum en vegna breyttrar aðstæðna í heiminum var námskeiðið haldið í gegnum Zoom.

Megin áhersla námskeiðsins var að leita leiða til þess að bæta lyfjaöryggi sjúklinga ásamt því að huga að framtíðar þáttum þegar kemur að hjúkrun með tillit til tækni og vistvæna hjúkrunar. Nemendur segjast hafa fengið góða innsýn í störf heilbrigðisstofnana á Norðurlöndum og Eistlandi. Bæði hvað varðar lyfjaöryggi og umhverfisstefnu þjóðanna í heilbrigðisþjónustu. „Upphaflega áttum við að ferðast saman til Álandseyja og sitja þar þéttskipulagða lærdómsviku en þess í stað fór námskeiðið fram á Zoom. Þetta var virkilega skemmtilegt og áhugavert námskeið.“