Linda Björk aðjúnkt við HA skrifar grein um bjargráð á tímum Covid

Grein eftur Lindu Björk Ólafsdóttur aðjúnkt við við iðjuþjálfunarfræðideild HA og Thelmu Hafþórsdóttur Byrd
Linda Björk aðjúnkt við HA skrifar grein um bjargráð á tímum Covid

Linda Björk Ólafsdóttir aðjúnkt við við iðjuþjálfunarfræðideild HA ásamt Thelmu Hafþórsdóttur Byrd skrifuðu grein á vísir.is um möguleg bjargráð á tímum COVID. Iðjuþjálfar tala um jafnvægi í daglegu lífi, að halda jafnvægi milli þess sem við þurfum að gera og viljum gera. Jafnvægi þessa þátta stuðlar að vellíðan og heilsu. Á þessum tíma er að mörgu að huga og ekki einföld staða. En þá finnur maður leiðir og forgangsraðar upp á nýtt til að takast á við þetta tímabundna ástand. 

„Þótt nauðsynlegt sé að minnka kröfurnar til okkar og gera viðeigandi breytingar á okkar daglega lífi þá er mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni og halda í daglega rútínu, þ.e. að vakna á hefðbundnum tíma, vera í samskiptum við okkar nánustu, gæta þess að fá góðan nætursvefn og sinna grunnþörfum okkar og annarra á heimilinu, s.s. fara í sturtu, klæða sig og borða á réttum tímum.„

Greinina má nálgast hér