Hermína Gunnþórsdóttir: Prófessorsfögnuður

Háskólinn á Akureyri fagnar prófessorstitli Hermínu Gunnþórsdóttur með kynningu og móttöku.

Háskólinn á Akureyri fagnar framgangi Hermínu Gunnþórsdóttur í stöðu prófessors með kynningu og móttöku föstudaginn 29. nóvember kl. 15:00-17:00 í M-102.

  • Elín Díanna Gunnarsdóttir, forseti hug- og félagsvísindasviðs HA flytur opnunarávarp
  • Hermína Gunnþórsdóttir, prófessor við HA heldur erindið Fjölbreytileiki í skapandi óreiðu? Kemst það í kassa?
  • Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor við HÍ flytur ávarp

Boðið verður uppá léttar veitingar í Miðborg.