Jafnréttisdagar: Jafnréttislöggjöfin og málsmeðferð stjórnvalda í málum kvenna á flótta

Lögfræðitorg með Valgerði Guðmundsdóttur, lektor við Háskólann á Akureyri

Valgerður Guðmundsdóttir, lektor við Hug- og félagsvísindadeild við Háskólann á Akureyri verður með fyrirlestur um samspil hinnar íslensku jafnréttislöggjafar og málsmeðferð íslenskra stjórnvalda í málum kvenna sem sækja um alþjóðlega vernd.

Í fyrirlestrinum verður farið yfir ákveðin ákvæði í jafnréttislöggjöfinni sem viðkoma ákvarðanatöku stjórnvalda og hvernig og hvaða áhrif þau gætu, eða eiga, að hafa á málsmeðferð stjórnvalda sem varða umsóknir um alþjóðlega vernd. Jafnframt verður farið yfir hefðbundið ákvarðanatökuferli hjá Útlendingastofnun, miðað við opinberar upplýsingar, og hvaða áhrif skyldur íslenska ríkisins þegar kemur að kynjajafnrétti gætu haft á hana.

Viðburður verður í stofu M101 í Háskólanum á Akureyri og í streymi á Facebook.

Öll velkomin!