440. fundur Háskólaráðs

FUNDARGERÐ HÁSKÓLARÁÐS

Fundur var haldinn daginn 29.9.2022 í fundarherbergi R262 á Borgum.

Rektor Eyjólfur Guðmundsson setti fund kl. 13:39.

Mætt voru auk hans:

Bjarni S. Jónasson varafulltrúi háskólaráðs (í fjarfundi)
Dagmar Ýr Stefánsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Guðmundur Ævar Oddsson fulltrúi háskólasamfélagsins
Hjördís Sigursteinsdóttir varafulltrúi háskólasamfélagsins
Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir fulltrúi stúdenta
Kristrún Lind Birgisdóttir fulltrúi ráðherra

Forföll:

Katrín Björg Ríkarðsdóttir fulltrúi háskólaráðs
Sigríður Margrét Sigurðardóttir fulltrúi háskólasamfélagsins

Einnig mætt:

Martha Lilja Olsen skrifstofustjóri rektorsskrifstofu sem ritar fundargerð

Gestir:

Harpa Halldórsdóttir, Forstöðumaður Fjármála- og greiningar
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna
Stefán B. Sigurðsson, prófessor emerítus og formaður Doktorsnámsráðs
Elín Díanna Gunnarsdóttir, aðstoðarrektor

Rektor kynnti dagskrá.

Hjördís Sigursteinsdóttir lýsti sig vanhæfa til að taka þátt í afgreiðslu reglna um vinnumatssjóð og samkomulags um rannsóknar- og kostnaðarreikninga og vék því af fundi við afgreiðslu þeirra mála.

1. Fjármál og rekstur

2201085

Harpa Halldórsdóttir forstöðumaður Fjármála- og greininga sat þennan lið fundarins.

 • Rekstraryfirlit janúar til ágúst
  • Forstöðumaður fjármála kynnti rekstraryfirlit janúar til ágúst. Rekstrarstaða háskólans í heild er neikvæð um u.þ.b. 41,8 milljónir en enn er gert ráð fyrir að staðan í árslok verði innan marka áætlunar en náið fylgst með stöðunni og þróun mála.
 • Fjárlög 2023
  • Fjárlagafrumvarp 2023 liggur fyrir á Alþingi. Framlag til Háskólans á Akureyri er sambærilegt við 2022 með örlítilli aukningu á milli ára og því ljóst að framlagið mun standa undir núverandi rekstri háskólans. Hins vegar þarf að gæta aðhalds og horfa til þess við áætlanagerð fyrir árið 2023 að gert er ráð fyrir aðhaldskröfu á háskólana samkvæmt fjármálaáætlun stjórnvalda árin 2024, 2025 og 2026.
 • Reglur um vinnumatssjóð - endurskoðun
  • Lagðar fram endurskoðaðar reglur um vinnumatssjóð. Endurskoðunin unnin og undirrituð af fulltrúum HA og FHA í samstarfsnefnd. Samþykkt.
 • Samkomulag um rannsóknar- og kostnaðarreikninga.
  • Samkomulag samstarfsnefndar FHA og HA um rannsóknar- og kostnaðarreikninga lagt fram til staðfestingar háskólaráðs. Samþykkt.
 • Vinnutímaafsláttur deildarforseta og brautarstjóra
  • Fyrirkomulag við vinnutímaafslátt þeirra sem sinna starfi deildarforseta og brautarstjóra lagt fram. Tillögurnar voru unnar af samstarfsnefnd HA og FHA. Samþykkt.

Harpa yfirgaf fundinn.

2. Samstarfssjóður háskólanna

Rektor sagði frá samstarfssjóði háskólanna sem ráðherra háskólamála hefur komið á stofn og ætlað er að styrkja samstarfsverkefni meðal háskólanna. Ekki liggur enn fyrir hvernig fyrirkomulagið við umsóknir úr sjóðnum verður og umsóknarfrestur hefur ekki verið gefinn út en ljóst er að forsenda fyrir styrk verður að um samstarf við aðra háskóla á Íslandi sé að ræða. Unnið er að forgangsröðun mögulegra verkefna innan HA vegna umsókna frá HA í sjóðinn.

3. Innritun um áramót

Ekki er gert ráð fyrir almennri innritun nýrra nemenda um áramót. Ákvörðun um innritun í einstakar deildir um áramót er vísað til forseta fræðasviða og stjórna fræðasviðanna, að teknu tilliti til stöðu mála í einstökum deildum, s.s. nemendafjölda, fjármögnunar og fjárhagsstöðu deilda og fræðasviða. 

4. Fyrsta doktorsvörnin við Háskólann á Akureyri

2203086

Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir forstöðumaður Miðstöðvar doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna og Stefán B. Sigurðsson formaður doktorsnámsráðs komu inn á fundinn. Fyrsta doktorsvörnin við Háskólann á Akureyri fer fram þann 11. október nk. og fóru þau yfir undirbúning, skipulagningu og framkvæmd varnarinnar og verklag og reglur sem tengjast doktorsnáminu.

Háskólaráð fagnar þessum mikilvæga áfanga í starfsemi Háskólans á Akureyri.

Guðrún Rósa og Stefán yfirgáfu fundinn.

5. Stefnumótun og innleiðing breytinga

2204037

Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor kom inn á fundinn og greindi frá stöðu mála við stefnumótun HA sem framundan er í vetur. Unnið er með ráðgjafafyrirtækinu DecideAct við framkvæmd, utanumhald og skipulagningu vinnunnar. Stýrihópur innan háskólans hóf störf í lok ágúst og stefnt er að fjölmennum ræsifundi þann 26. október nk. Aðferðafræðin gerir ráð fyrir að fá þátttöku sem flestra, bæði meðal starfsfólks, stúdenta og hagaðila.

Elín Díanna yfirgaf fundinn.

6. Til upplýsinga og kynningar

 7. Bókfærð mál til samþykktar

 • Verklagsreglur um framkvæmd doktorsvarna (2209116)
 • Viðbrögð eftir að doktorsvörn er hafnað af dómnefnd. Verklagsregla. (2209116)
 • Reglur um vinnumatssjóð (2209035)
 • Reglur um háskólafund – uppfærsla vegna nýrra reglna HA (2007012)
 • Launastefna HA – endurskoðun vegna jafnlaunaúttektar (1910049)
 • Skipun öryggisnefndar 2022-2024 (2208016)
 • Skipun gæðaráðs 2022-2024 (2208033)
 • Skipun jafnréttisráðs 2022-2024 (2209022)
 • Skipun umhverfisráðs 2022-2024 (2209030)
 • Skipun rannsóknamisseranefndar 2022-2025 (2208025)
 • Skipun fagráðs vegna viðbragða við einelti, ofbeldis, kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi innan HA 2022-2025 (2209049)
 • Skipun stjórnar Vísindasjóðs HA 2022-2025 (2209041)
 • Skipun stjórnar Végeirsstaðasjóðs 2022-2025 (2209050)
 • Fulltrúar HA í stjórn RMF (2209053)

Ofangreind mál eru samþykkt, að undanskilinni skipun stjórnar vísindasjóðs þar sem ekki liggja fyrir allar tilnefningar í stjórn sjóðsins. Rektor falið að ljúka skipun stjórnarinnar á milli funda háskólaráðs.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:08.