Alþjóðleg samstarfsverkefni Erasmus+

Tvö verkefni frá HA fengu styrk úr sjóði Erasmus+
Alþjóðleg samstarfsverkefni Erasmus+

Tvö verkefni frá HA fengu samþykki og styrk úr sjóði Erasmus+ í flokknum samstarfsverkefni (e. Strategic Partnership Projects) núna í vor.

  • „European Curriculum for Paramedic BS“ sem Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir, lektor á Heilbrigðisvísindasviði leiðir og fékk það úthlutun uppá 230.300 €.
  • „Accreditation of prior experiential learning in European Universities“ en Markus Meckl, prófessor á Hug-og félagsvísindasviði leiðir og hlaut það styrk upp á 256.587 €.

Alls voru sjö verkefni sem sóttu um styrk og þrjú sem fengu úthlutun. Fyrir ári síðan hlaut verkefnið “The university as an advocate for responsible education about migration in Europe“ styrk uppá 204.890€ en það er leitt af Markusi Meckl. Það er því gleðilegt að sjá góðan árangur hjá HA en einnig gagnlegt að sjá hversu góðar líkur eru á að verkefni fái brautargengi.

Frekari upplýsingar um samstarfsverkefni á háskólastigi má finna hér.

Fimmtudaginn 5. september funduðu alþjóðafulltrúar frá öllum háskólum landsins hér á Akureyri ásamt fulltrúum frá Erasmus+ áætluninni á Íslandi. Um er að ræða árlega fundi þar sem allir háskólar eiga aðilda að Erasmus+ áætluninni. Einnig er þetta samstarfsvettvangur háskólana til að miðla reynslu og þekkingu í tenglum við alþjóðasamstarf. Fram kom á fundinum að á næstkomandi árum má gera ráð fyrir að enn meira fjármagn streymi inn í Erasmus+ áætlunina og því mikilvægt að HA nýti sér þá möguleika sem í boði eru til nemenda-og starfsmannaskipta auk samstarfsverkefna. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Erasmus+.