Fyrirkomulag prófa í ljósi veðuraðstæðna

Starfsfólk og nemendur eiga ekki að setja sig í hættu við að komast til vinnu eða prófs.
Fyrirkomulag prófa í ljósi veðuraðstæðna

Vegna slæmrar veðurspár á morgun víða á landinu þá er rétt að árétta nokkra hluti. Starfsfólk og nemendur eiga ekki að setja sig í hættu við að komast til vinnu eða prófs. Starfsfólk er hvatt til að fylgjast með aðstæðum á Akureyri og koma til vinnu eftir því sem veður og færð leyfir samkvæmt upplýsingum í fjölmiðlum. Nemendur sem eru að taka próf á einum af þeim 30 próftökustöðum sem HA er í samstarfi við á landinu skoða aðstæður á hverjum stað.

Prófstöðum er heimilt að ákveða að ekki verði haldin próf á morgun ef þeirra staðbundnu aðstæður eru þannig að það er ekki skynsamlegt. Ef prófum er frestað á próftökustað verður sendur tölvupóstur á nemendanetföng sem þar eru skráð til prófs í síðasta lagi í fyrramálið. Nemendur þurfa því að fylgjast náið með tölvupósti. Ef próftökustaður er opinn en aðstæður þannig að nemandi treystir sé ekki til að koma á próftökustað þá skal nemandi tilkynna sig samdægurs til nemskra@unak.is og einnig til próftökustaðar. Sé farið að þessum tilmælum stendur nemanda til boða að taka próf á fyrsta próftökurétti (án gjalds) í janúar. Ef um klásuspróf er að ræða verður prófið í lok prófatíðar annað hvort 17. eða 18. desember.