HA á Háskóladeginum

Góð aðsókn og skemmtileg samtöl við væntanlega nemendur.
HA á Háskóladeginum

Rúmlega 40 manns á vegum Háskólans á Akureyri kynntu námsframboð skólans á Háskóladegi sem fram fór í Reykjavík í dag, laugardaginn 2. mars. Námskynningar fóru fram í Listaháskólanum, Háskólanum í Reykjavík og í Háskóla Íslands þar sem HA var með aðsetur á neðri hæð Háskólatorgs.

Nemendur og starfsfólk afhentu nýja kynningarbæklinga og fjölmargir sýndu námi í HA áhuga. Lögreglufræðin vakti mikla athygli að vanda en á bás hjúkrunarfræðinnar var sérstök athygli vakin á karlmönnum í hjúkrun. Áhugasamir um kennarafræði gátu kynnt sér nýjustu tæknina í kennslufræðum og fjærveran Eva ráfaði um svæðið en í henni var Karen Jónasdóttir, nemandi í HA sem er við skiptinám í Tékklandi.

"Sveigjanlega námið við Háskólann á Akureyri hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og við getum staðfest að þetta er það sem unga kynslóðin sækir í. Námsformið hentar vel inni í nútíma samfélag en eins og í öllu námi eru kröfurnar miklar og mikið sem nemendur verða að leggja á sig. Það þarf að gera ráð fyrir 50 til 60 tíma vinnuviku í fullu námi og námið við HA krefst aga og skipulags. Sama hvort þú velur að koma í skíða- og útivsitarparadísina Akureyri eða stundar námið frá þinni heimabyggð þá mun tíminn við HA vera bæði þroskandi og skemmtilegur.," segir Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri.

Háskólinn á Akureyri hefur tekið þátt á Háskóladeginum í fjöldamörg ár en um 5-7000 manns koma í HÍ á þessum degi enda er margt í boði fyrir alla fjölskylduna.

Allt í allt frábær kynning með góðum hóp fólks úr HA!

Mynd frá háskóladeginum 2019

Mynd frá háskóladeginum 2019

Mynd frá háskóladeginum 2019

Mynd frá háskóladeginum 2019

Mynd frá háskóladeginum 2019

Mynd frá háskóladeginum 2019

Mynd frá háskóladeginum 2019