Námskeið í fjölskylduhjúkrun við HA

Mikilvægt framlag til fjölskylduhjúkrunar.
Snæbjörn frá SAk, Dr. Eydís frá HA, Dr. Lorraine, Elín frá Símmentun HA, Dr. Janice og Ásdís frá HA.
Snæbjörn frá SAk, Dr. Eydís frá HA, Dr. Lorraine, Elín frá Símmentun HA, Dr. Janice og Ásdís frá HA.

Þessa dagana stendur yfir námskeið í fjölskylduhjúkrun í samvinnu Háskólans á Akureyri, Símenntunar HA og Sjúkrahússins á Akureyri.

Sjúkrahúsið á Akureyri hefur innleitt fjölskylduhjúkrun í starfsemi sína út frá hugmyndafræði Calgary líkansins og benda á að markmið fjölskylduhjúkrunar sé að efla samvinnu við sjúklinga og fjölskyldur þeirra í þeim tilgangi að sjúklingar sjúkrahússins fái framúrskarandi þjónustu. Rannsóknir hafa sýnt að fjölskylduhjúkrun hefur áhrif á gæði vinnunnar á deildum, eykur samvinnu við fjölskyldur og leiðir til styttri dvalar á sjúkrahúsi.

Höfundar Calgary líkansins, dr. Lorraine M. Wright og dr. Janice M. Bell eru staddar hér á landi til að kenna heilbrigðisstarfsfólki hugmyndafræðina. Þátttakendur koma frá SAk, HSN, HSA, LSH og öðrum heilbrigðisstofnunum, bæði hérlendis og erlendis.

Dr. Lorraine M. Wright er prófessor emeritus við University of Calgary. Hún er höfundur einnar þekktustu bókar í fjölskylduhjúkrun, ásamt Maureen Leahey, um Calgary líkanið um mat og fjölskyldumeðferð. Dr. Janice M. Bell er dósent emeritus við University of Calgary, hún er einnig stofnandi og ritstjóri Journal of Family Nursing.

Þátttakendur námskeiðisins ásamt Dr. Lorraine og Dr. Janice