Samstarfssamningur HA, Símenntunar HA og UHI í höfn

Háskólinn á Akureyri, Símenntun Háskólans á Akureyri og University of the Highlands and Islands, UHI í Skotlandi hafa gert með sér samstarfssamning
Samstarfssamningur HA, Símenntunar HA og UHI í höfn

Háskólinn á Akureyri, Símenntun Háskólans á Akureyri og University of the Highlands and Islands, UHI í Skotlandi hafa gert með sér samstarfssamning um að sameina krafta sína í framboði á námsefni. Nemendum á Íslandi býðst nú að skrá sig í gegnum Símenntun Háskólans á Akureyri í valdar námsleiðir hjá UHI með stuðning frá Símenntun Háskólans á Akureyri.  Til að byrja með verður MBA nám UHI í boði en á næstu árum er stefnan sett á að bæta við námsleiðum og námskeiðum í sívaxandi námsflóru Háskólans á Akureyri.

UHI hefur verið í góðu samstarfi við Háskólann á Akureyri síðustu ár en með þessum samstarfssamningi er markmiðið að efla samstarfið enn frekar. UHI er mjög framarlega í sveigjanlegu námi og væntum við mikils af samstarfinu. ,,Þetta er sögulegt skref í nýja átt alþjóðavæðingar og fjölbreyttra námsmöguleika án staðsetningar’’ segir Hólmar Svansson framkvæmdastjóri HA.

Stuart Gibb prófessor og aðstoðar forseti alþjóðasviðs UHI segir um samstarfið ,,there has been a long-standing, informal relationship between UNAK and the UHI. I am delighted that we have been substantiate this relationship through a initiative that will ensure that students in Iceland, and beyond, are able to access wider curriculum that will equip them to adapt, and respond, to shifting economic and employment opportunities in a changing world. Colleagues at UNAK have been highly proactive and creative in their approach to working with the UHI, and I am hopeful that initiative is just the start of much closer partnership between our organization, one that extends to other subjects and further areas of academic collaboration and exchange.’’

Nánari útlistun á MBA námi Símenntunar Háskólans á Akureyri og UHI er að vænta á föstudaginn 19. júní en þá opnar fyrir skráningu fyrir námið.