Stelpur og tækni

Kynnast tækninámi, fjölbreyttum starfsmöguleikum og fyrirmyndum.
Stelpur og tækni

Þriðjudaginn, 21. maí, fór fram viðburðurinn Stelpur og tækni í annað skipti í Háskólanum á Akureyri. Viðburðurinn er í samstarfi við Háskólann í Reykjavík en samtals taka yfir 1000 stelpur í 9. bekk þátt í deginum hér á landi. Á Akureyri komu saman um 200 stelpur víðsvegar af Norðurlandi. Stelpunum var skipt í hópa og fór hver hópur í tvær vinnustofur fyrir hádeigi og í eina fyrirtækjaheimsókn eftir hádeigi.

Þær vinnustofur sem voru í boðu að þessu sinni voru Sphero Bolt forritunarbraut, vélmennaforritun, gagnaukin veruleiki í myndböndum, fjærverur, sýndarveruleiki, python forritun, einangrun DNA, skynmat matvæla, myndbandsgerð og klippingar og Sonic pi forritun.

Þær heimsóttu eftirfarandi fyrirtæki: Efla, Raftákn, ÍSOR, Promat, SAK, Menningarfélag Akureyrar, Stefna, Norðurorka, Samherji, Wise, Þekking og Náttúrufræðistofnun.

Girls in ICT Day er fyrirmynd viðburðarins

Markmið viðburðarins er að kynna stelpum tækninám, fjölbreyttum starfsmöguleikum og fyrirmyndum í tækninámi og tæknistörfum. Viðburðurinn er að fyrirmynd Girls in ICT Day en HR hefur haldið utan um daginn frá upphafi hér á landi, eða síðustu sjö ár. Girls in ICT Day er haldinn víða um Evrópu og styrktur af ITU (International Telecommunication Union) og Evrópusambandinu.

Nánar um viðburðinn má lesa á vef HR.