Út er komin skýrsla um framkvæmd Vísindaviku norðurslóða 2020

Skýrslan getur komið að gagni fyrir þá sem skipuleggja viðburði á netinu.
Út er komin skýrsla um framkvæmd Vísindaviku norðurslóða 2020

Vísindavika norðurslóða er nú yfirstaðin og heppnaðist hún vel. Viðburðir hennar fóru fram með öðru sniði en stefnt var að vegna samkomubanns, en þeim var eingöngu streymt á netinu. Nú hefur Rannís, Alþjóðlega Norðurskautsvísindanefndin (e. IASC) og Háskólinn á Akureyri, skipuleggjundur vísindavikunnar, tekið saman skýrslu um framkvæmdina og þann lærdóm sem má draga af því að flytja slíkan viðburð yfir á netið.

Skýrslan, Moving a Conference from Iceland to Zoom, fjallar um ákvarðanatökuna við að streyma dagskránni á netinu, s.s. mannafla og kostnað í því sambandi. Einnig er greint frá skráningu þátttakenda, samskiptaformi og stuðningi á netinu dagskrárefni og áskoranir vegna tímamismunar. Þá eru einnig greindar niðurstöður könnunar meðal þátttakenda á árangri Vísindavikunnar þar sem fram kemur að ríflega 75% þátttakenda lýstu ánægju sinni með framkvæmd Vísindavikunnar. Skýrslan greinir í einstökum atriðum hvað gekk vel í framkvæmdinni og hvað hefði betur mátt fara. Hún ætti því að koma að gagni fyrir þá sem eru að skipuleggja streymi viðburða á netinu. 

Hægt er að sækja skýrsluna hér.