Trung Quang Dinh kynnti rannsóknarritgerð sína á IFERA ráðstefnunni

Ráðstefnan fór fram við University of Cantrabria á Spáni
Trung Quang Dinh kynnti rannsóknarritgerð sína á IFERA ráðstefnunni

Trung Quang Dinh, lektor við viðskiptafræðideild, kynnti rannsóknarritgerð sína á IFERA ráðstefnunni sem fór fram við University of Cantabria á Spáni dagana 22.- 24. júní. Rúmlega 200 fræðimenn um allan heim sóttu ráðstefnuna. 

IFERA (International Family Enterprise Research Academy) er leiðandi ráðstefna tileinkuð framgangi rannsókna á fjölskyldufyrirtækjum. Ráðstefnan laðar að umfangsmikið net fræðimanna, vísindamanna og annarra lykilhagsmunaaðila í fjölskyldufyrirtækjum um allan heim. Þess utan er IFERA vettvangur sem gerir þátttakendum kleift að taka þátt, kynna og skiptast á rannsóknarniðurstöðum og hagnýtum upplýsingum á þessu sviði. 

Þema þessa árs miðaði að því að afla frekari þekkingar á áhrifum kynslóðaskiptingar í fjölskyldufyrirtækjum. Einnig var leitast við að svara spurningum um hvernig tryggja megi árangursríka arfleifð fjölskyldufyrirtækja og auka auð fyrir komandi kynslóðir í fjölskyldufyrirtækjum. 

„Fjölskyldufyrirtæki eru stórt efnahagslegt afl í íslensku efnahagslífi og er þessi rannsóknarþáttur frekar nýr og rannsóknir fáar á þessu svið á Íslandi,“ segir Trung og bætir við að með þátttöku sinni á ráðstefnunni hafi opnast möguleikar á samstarfi milli HA og annarra stofnana á sviði rannsókna á fjölskyldufyrirtækjum.