Jafnréttisdagar 2023

Sameiginleg dagskrá allra háskólanna
Jafnréttisdagar 2023

Dagana 6. - 9. febrúar verða Jafnréttisdagar haldnir í öllum háskólum landsins. Fjölmargir spennandi viðburðir í boði, bæði í streymi og í háskólunum. Háskólinn á Akureyri tekur að vanda virkan þátt í dögunum en dagskráin er öllum opin.

Opnunarviðburður Jafnréttisdaga sem nefnist Bakslagið í hinseginbaráttunni: Opnun Jafnréttisdaga 2023 verður mánudaginn 6. febrúar kl. 12:00 og verður sá viðburður í streymi og einnig streymt í stofu M102 í HA.

Dagskrá með aðkomu HA á Jafnréttisdögum

  • Þriðjudaginn 7. febrúar mun Valgerður Guðmundsdóttir, lektor við Hug- og félagsvísindadeild HA vera með fyrirlesturinn Jafnréttislöggjöfin og málsmeðferð stjórnvalda í málum kvenna á flótta í stofu M101 og í streymi.
  • Miðvikudaginn 8. febrúar mun María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra hjá UN Women flytja erindið: Hvers vegna skiptir UN Women máli? Þar mun hún fjalla um hlutverk UN Women, stöðu mála á heimsvísu og mikilvægi fjölbreytileikans. Viðburðurinn verður haldinn af Stúdentafélagi Háskólans á Akureyri í stofu M101 og í streymi. Viðburðurinn er öllum opinn.
  • Hver elskar ekki HA vöfflur? Fimmtudaginn 9. febrúar frá 9:00-10:00 verður boðið upp á vöfflur í Miðborg í HA.
  • Fimmtudaginn 9. febrúar lýkur Jafnréttisdögum með eins dags ráðstefnu um Vald, forréttindi og öráreitni sem haldin verður í Hátíðarsal HA. Elín Díanna Gunnarsdóttir aðstoðarrektor HA, Ingileif Friðriksdóttir, sjónvarps- og fjölmiðlakona, María Rut Kristinsdóttir, kynningarstýra UN Women og Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur hjá BHM verða með erindi á ráðstefnunni. Fundarstjóri er Kristín Jóhannesdóttir, Sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar. Öll velkomin í Hátíðarsal HA eða fylgjast með í streymi!
    • Í framhaldinu verður streymt í stofu M101 eftirfarandi málstofum:
      12:30-14:00 Valdaójafnvægi í þjálfun og kennslu
      14:30-16:00 Fjölbreytileiki í námi: Í skugga valds, forréttinda og öráreitni

Á Facebook-síðu Jafnréttisdaga má nálgast dagskrá og upplýsingar um alla viðburði Jafnréttisdaga.

GLEÐILEGA JAFNRÉTTISDAGA!